3.9.2012 | 08:33
Þriðja færsla. Sumt þarf að lesa og íhuga.
Um víðan völl Netheima finnur maður efni sem bæði fær mann til að hugsa og gerir mann bæði betri og fróðari mann eftir lestur.
Ég fékk í athugasemdarkerfi mitt tilvísun á slíkt efni eftir Guðna Karl Harðarson.
Annars vegar er það hugleiðingar Guðna um Nýjan sáttmála og "Mennskaræði! um hvernig má samtengja lýðræði og byggja upp nýtt þjóðfélag. "svo ég vitni í Guðna.
Linkarnir á þessi skjöl koma hér að neðan í athugasemdarkerfinu.
En hér er inngangurinn að Nýja Sáttmála tekið úr blogggrein Guðna
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1236935/
Orð sem allir ættu að geta tekið undir.
Nýi Sáttmáli- Formáli
Það er svo undarlegt að eiga með sér von um betra Ísland en sjá svo að við viljum ekkert fyrir alvöru gera í því að vinna sameiginlega að þeim verkum að gera landið fyrir alvöru byggilegt öllu okkar fólki.
Þó við vitum í hjörtum okkar og með upplifun okkar hvað sé rétt, þá virðist svo vera að við gerum stundum alltof lítið með þau mannlegu gildi sem felast í því. Förum þannig oft lítið eftir þeim, eða hugsum lítið um þau þegar við höldum áfram gegnum lífið.
Svo sjáum við og heyrum öll ljótu orðin, óheiðarleikann og óvirðinguna breiðast út um allt þjóðfélagið. Þar sem neikvæðnin öll blasir við. Þar sem menn nota allskonar misvísandi orð og setningar, oft ljót og mannskemmandi. Jafnvel stjórnmálamenn beita fyrir sig óvirðingu í sínum ræðum og gerðum. Þó loforðin séu fögur er þannig ekkert farið eftir þeim. Eins og að segja: ég ætlaði ekki að segja eða gera þetta en ég gerði það samt. Það er þannig stundum eins og það sé einhver hundur í fólki. Sem eru þá oft afleiðingarnir af því sem hinir gera líka.
Það er svo auðvelt að sjá þetta þegar að litið er yfir farinn veg í ræðum og ritum. Sérstaklega þegar að farið er yfir þessi mál með manngildin í huga. Það jákvæða vill oft svo verða að detti út eða lítið hugsað um.
Eftir að hafa séð allt það sem hefur gengið á, þá ákvað ég að taka mig til og gera tilraun til að gera eitthvað jákvætt og heillandi ef ég gæti. Því datt mér í hug að búa til þetta jákvæða skjal þar sem fjallað er um manngildin og gerð tilraun til að draga fram þau atriði sem snúa að jákvæðni þeirri sem við öll ættum að geta haft í huga í ferð okkar í gegnum lífið.
Í þessu skjali er gerð tilraun á hlutlausan hátt til að draga fram nokkur atriði sem snúa að Heiðarleika, Virðingu, Kærleika og félagslegu Réttlæti. Aðeins er kastað hér fram nokkrum spurningum sem komu upp í hugann og reynt að ná þannig fram hugsunum fólks um hvernig sé hægt að vinna að þessum jákvæðu manngildum saman. Eins og gerist og gengur getur fólk verið á dálítið mismunandi skoðunum um þessi mál. Og jafnvel örugglega hægt fyrir fólk að sjá fleiri atriði og fleiri spurningar en hér eru nefnd í þessu stutta skjali.
Hér eru lagðar fram spurningar og dregin fram atriði sem allir stjórnmálamenn eiga að geta haft að leiðarljósi. Hér eru einnig spurningar fyrir heimilin og fyrirtæki til að hafa í huga.
Það er jafnvel alveg hægt að sjá að við íslendingar ættum i alveg að geta gert gangskör í því að vinna saman að því að gera landið okkar byggilegt með þessi mannlegu gildi að leiðarljósi. Að minnsta kosti á ég mér þann draum um að við getum gert:
MANNGILDA BYLTINGU saman Afhverju ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2012 | 21:15
Fjórða færsla. Aðferðafræði lífsins.
Um Aðferðafræði lífsins má hafa mörg orð.
Hún er leiðsagnari okkar þegar við ætlum að láta eitthvað gott af okkur leiða.
Þegar við viljum vel, ætlum að gera eitthvað gott, eitthvað fallegt.
Til dæmis að bjarga heiminum, eða gera öllum kleyft að lifa mannsæmandi lífi, eða gera gera umhverfi barna okkar þannig úr garði að þau njóti sín en finni um leið til öryggis.
Eða til láta drauma okkar rætast, hvort sem þeir snúa að okkur sjálfum eða öðrum, eða jafnvel að öllu lífi, eins og til dæmis drauminn um Frið á jörð.
Að ég tali ekki um Stóra drauminn, um himnaríki á jörð.
Eða þann fallegasta af öllum, "Þá verða allir menn góðir, góðir eins og blómin".
Aðferðafræði lífsins byggist á trú, á von og réttri breytni.
Hún kennir okkur að tilgangur helgar aldrei meðalið, að maður nái ekki fram réttlæti með rangri breytni, að góður tilgangur réttlæti aldrei illvirki, eða það praktíska vandamál, að þú lemur aldrei fólk í hausinn með tómri plastflösku ef það vill ekki skilja að þú ert að hjálpa því, eða reyna að fá það til að gera eitthvað því það er svo mikilvægt sem þarf að gera og svo framvegis.
Aðferðafræði lífsins viðurkennir manngildi allra, líf allra, rétt allra til tilveru, til þess að vera þeir sjálfir.
Um leið viðurkennir hún rétt okkar til að verja líf okkar, samfélög, hindra óhæfuverk hvort sem þau eru af völdum vitleysinga eða illmenna nema hvoru tveggja sé. En við verjumst ekki á þann hátt sem við fordæmum aðra fyrir. Við reynum að vera betri, sanngjarnari, réttlátari.
Við virðum lífið, við virðum réttlæti, undanbragðalaust. Ekkert sem aðrir gera veitir okkur rétt til að gefa afslátt á grunngildum mennskunnar. Ekkert.
Aðferðafræði lífsins hefur mörg orð í sinni þjónustu.
Meðal annars umburðarlyndi, umræða, skoðanaskipti, hlustun, virðing. Og hún metur orð eins og góður, fallegur, fagurt, eða gleði, hamingja, húmor.
En hún er ekki heilög, hún viðurkenni líka breyskleika og að hvorki lífið eða heimurinn sé fullkominn. Og sættir sig við að maðurinn sé það ekki heldur.
Hún aðeins vill vel, ætlar sér gott, að reyna bæta og betra, að fegra og kæta, að gera lífið svo lifandi að allir vilji lifa því, líka þeir sem aðeins sjá völd og auð, græðgi og fólskuverk.
Aðferðafræði lífsins er leið lífsins til að lifa af.
Gróska er eitt helsta vopn aðferðafræðinnar.
Gróska sálar, gróska mannlífs, gróska samfélags.
Aðferðafræði lífsins ýtir undir allt sem eflir grósku.
Hún er opin fyrir stuðningi við einstaklinginn, að hann fái notið sín, hugmyndir hans fái tækifæri til að vaxa og dafna, að hann njóti frelsis og svigrúms, að umhverfi hans og samfélag sé opið og skapandi.
Gróska einstaklingsins leiðir til grósku í samfélaginu, gróskumikið samfélag, með listum og menningu, með sköpun og hugmyndaauðgi, er samfélag sem við viljum lifa í, og það er samfélag sem hámarkar þau gæði sem það getur skapað.
Ein birtingarmynd þess köllum við framfarir og velmegun, hagvöxt og hagsæld.
Eitt lífið dæmi um hvernig hægt er að ná þessu marki, að stuðla að krafti og orku í samfélaginu, er að ýta undir mataræði sem gefur orku í stað þess að sjúga orku. Að hollur matur sé eins ódýr og hægt er miðað við þau tæki og þekkingu sem samfélagið hefur á hverjum tíma. Að það sé almenn þekking að nýta sér slíkan mat. Og öllum kleyft.
Annað dæmi er heilsuúrræði í sinni víðustu mynd,. Að heilbrigðiskerfið sé opið og nýti sér þjónustu allra sem geta hjálpað, ekki bara kunnáttu þeirra stétta sem einoka það í dag. Svo dæmi sé tekið frá mínu litla byggðarlagi að þá er hægt að tala um tímann fyrir og eftir komu liðlosarans í bæinn. Margir fyrrum grettnir og fýldir svífa nú um bæinn, brosandi og heilsandi, búnir að fá bata meina sem hinar löggiltu stéttir gátu ekki hjálpað þeim með.
Það kostar að hjálpa, en þeim sem er hjálpað, skila því margfalt til baka.
Gróska, bætt mannlíf, fegurra mannlíf.
Sem eru hinar raunverulegu forsendur kraftmikils atvinnulífs ásamt menntun og þekkingu, dugnaði og áræði.
Aðferðafræði lífsins, ásamt Hagfræði lífsins, með hjálp Galdri lífsins mun leiða mannkynið út úr núverandi ógöngum.
Hún mun virkja mannvitið, skynsemina, þekkinguna og hún mun leysa úr læðingi hina ómældu orku sem býr í okkur öllum þegar við leggjumst á eitt í stríðinu mikla við Óvininn eina.
Í stríðinu mikla fyrir tilveru mannsins.
Í stríðinu gegn heimsku og fáfræði, græðgi og siðblindu, gegn fátækt og örbirgð, gegn mengun og rányrkju, arðráni og kúgun, gegn eyðingu og auðn.
Gegn þeim ógnaröflum sem engu eira.
Hún er svar mannsandans gegn Tregðunni, hún er svar Lífsins við Skapadómnum um Endinn eina.
Hún er forsenda næstu byltingar, Byltingar lífsins þegar við kveðjum villimanninn og þjóðfélag hans og höldum inní nýjan heim, heim hins siðmenntaða manns.
Sem byggist á grunnboðorðunum fjórum.
Þú skalt ekki mann deyða.
Þú skalt ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé gert.
Þú skalt gæta bróður þíns.
Þú skalt virða rétt lífs til lífs.
Heim sem er forsenda þess að lífið sem við ólum fái tækifæri til að ala af sér nýtt líf.
Sem er í raun okkar eini tilgangur með þessu lífi.
Allt annað er hjóm eitt.
Og við eru sú kynslóð sem þarf bæði að skilja forsendur þessarar byltingar, og framkvæma hana.
Seinna er of seint.
Við eigum öll líf sem þarf að vernda.
Og okkur ber skylda til að vernda það.
Sem við munum gera, þökk sé Aðferðafræði lífsins.
Hún er tæki okkar og tól til að skapa betra mannlíf, betri heim.
Hún er það besta í okkur sjálfum.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2012 | 18:29
Fjórða færsla. Hagfræði lífsins.
Hagfræði lífsins á sér eina forsendu, rétta breytni.
Rétt breytni byggist á nokkrum grundvallarreglum.
Við getum kallað það að þekkja muninn á réttu og röngu, en einfaldast er að draga það saman í annað boðorð lífsins, þú skalt ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé gert sjálfum.
Sem þýðir meðal annars að það sem þú vilt sjálfum þér til handa, það vilt þú öðrum, það sem þú vilt þínum börnum, það vilt þú að önnur börn hlotni líka.
Sem þýðir að þú leysir ekki þinn vanda með rangindum gagnvart öðrum, að þú eykur ekki þinn ávinning á kostnað annarra.
Sem þýðir siðaða hegðun.
Hagfræði lífsins er því siðuð ákvörðun við þær aðstæður og vandamál sem hagfræðin þarf að glíma við.
Það er sagt að hagfræðin eigi margar lausnir við hverju vandamáli og hún sé huglæg vísindagrein og geti því ekki reiknað sig til réttustu niðurstöðu.
Þetta er rétt eins langt og það nær.
En ef samfélagið gerir þessa skýlausu kröfu á hendur hagfræðinnar, þá er lausnirnar í raun mjög fáar, og oft aðeins ein þegar betur er að gáð.
Siðuð lausn útilokar til dæmis að vandi allra sé leystur á kostnað sumra, eða að gæðum allra sé aðeins deilt til sumra.
Siðuð lausn útilokar til dæmis það siðleysi sem kvótakerfið var á sínum tíma. Í nafni hagræðingar og of mikils veiðiálags var sameiginlegum gæðum úthlutað til þrýstihóps innan valdakerfisins, gæðin voru eigngerð, og hinir útvöldu máttu höndla með þau eins og þeir vildu. Án samfélagslegrar ábyrgðar, án tillits til þeirra afleiðinga sem þær höfðu á samfélög fiskimanna, án tillits til þeirra afleiðinga sem þær höfðu á eignir og fjárhag fólks.
Meint hagkvæmi er aldrei afsökun meirihlutans fyrir að valda öðru fólki tjóni.
Breytt fiskgengd, breyttir atvinnuhættir geta haft þær afleiðingar að byggðir eyðist, að fólk þurfi að fara frá eignum sínum verðlausum, en ef slíkt gerist vegna samfélagslegra ákvarðana, þá ber samfélaginu skýlausan rétt að greiða fullar bætur fyrir það tjón sem hlóst af ákvörðun þess. Sem ætti að vera auðvelt ef meint hagkvæmi væri raunveruleg.
Ég nefni þetta sem dæmi um þá hugsun sem fólk þarf að skilja ef það vill kallast siðuð manneskja, eitthvað sem við Íslendingar klikkuðum á þegar við létum peningaöfl plata upp á okkur kvótakerfið og framsal kvótans.
Í pistlum mínum hef ég nefnt fleiri dæmi, ætla ekki að endurtaka þau hér.
Langar aðeins að vitna í fyrsta pistil Fjórðu færslu, Hvað get ég gert.
Siðaður maður hjálpar og siðaður maður líður það ekki að ósiðað fólk stjórni landinu.
Siðaður maður líður ekki ósiðaða hagfræði, ósiðaða framleiðslu, ósiðað viðskiptaumhverfi.
Vil aðeins hnykkja á að siðaður maður skilur Hagfræði lífsins.
Hagfræði lífsins er hagfræði hin siðaða manns.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2012 | 17:48
Fjórða færsla. Hugtök lífsins. Galdurinn.
Eins og Hreyfing lífsins á sér rætur í sjálfri siðmenningunni, þá eiga hugtök hennar það líka.
Við þekkjum þau, þau eru allt um kringum okkur, þau fjalla um um rétta breytni, um siðaða hegðun og trúna á hið góða og fallega.
Þau eru leiðsögn okkar til betra lífs, til þess sem við köllum framtíð barna okkar.
Öflugasta hugtakið er vopn okkar gegn ógnarvopni Óvinarins eina, Vantrúnni.
Það er Galdur lífsins.
Það er sú vissa að lífið muni lifa af, og það muni finna alltaf finna sér leið til þess.
Um þennan Galdur má hafa mörg orð en í sinni tærustu mynd er hann hið óþekkta í vegferð okkar.
Við vitum hvert við viljum halda, hvert lokatakmark okkar er. Að lífið lifi, fallegu lífi, góðu mannsæmandi lífi.
Þess óskar hvert foreldri barni sínu. Þess óskar sérhver góð manneskja.
Og við viljum ekki að einhverjir vitleysingar hindri þá draumsýn. Þess vegna fylkjum við okkur um Hreyfingu lífsins, um vonina, um trúna, um að við sjálf mótum framtíð okkar, framtíð barna okkar.
Galdur lífsins mun hjálpa okkur alla leið.
Við vitum að við eigum ekki svar við öllu, við vitum að á vegferð okkar verða margar hindranir sem virðast óyfirstíganlegar, við vitum að andstæðingur okkar, Tregðan sem öllu vill eyða, er illvígur andskoti sem fátt bítur á.
Við vitum að við ætlum að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður, að tryggja Frið á jörð. Og gera heiminn það góðan að fólk almennt vilji tilheyra honum, en ekki eyða.
Við vitum að við þurfum að vera það sterk að við sigrum vitleysingana, sem hafa fjármagnið, völdin, jafnvel hugarheim okkar á sínum bandi.
Við vitum að við ætlum að gera það sem jafnvel er ekki hægt, að bjarga heiminum, að bjarga manninum frá sjálfum sér.
Við vitum þetta allt, en okkur fallast ekki hendur, því við vitum að við eigum ekkert val.
Við eigum líf sem þarf að vernda.
Þess vegna verðum við að reyna.
Og vopn okkar er vonin, trúin og sú vissa að lífið finni sér leið til að lifa af.
Þess vegna vitum við að á vegferðinni mun finnast ráð, finnast lausnir, að eitt leiði að öðru, og að lokum muni þetta hafast.
Það er Galdurinn, það er Galdur lífsins.
Og það þarf ekki að hafa fleiri orð um hann.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2012 | 15:12
Fjórða færsla. Hvað get ég gert.
Hugtök lífsins eru mörg, í fjórðu færslu ætla ég að fjalla um þau, svona eitthvað fram eftir mánuðinu, í rólegheitum, þegar andinn kemur.
Andinn er á leiðinni, samt á eftir klukkunni svo mig langar að henda inn grein frá því í vor, þar gerði ég atlögu að siðlegri nálgun hagfræðinnar. Linkurinn er hér að neðan en kjarninn hér.
"En þetta er ekki það versta við það sem er að gerast í dag. Það versta er hinn algjöri skortur á siðferði sem einkennir alla umræðu um efnahagsmál. Það slær mig rosalega þegar ég fylgist með debatinu milli Keynista og Friedmanista að enginn hagfræðingur skuli afgreiða deilu með grunnrökum mennskunnar, að eitthvað sér hreinlega rangt, að siðaður maður geri ekki svona. Keynistar afgreiða til dæmis efnahagsstefnu ESB/AGS í Grikklandi sem hagfræðilega heimsku og sagan hefur sannað þeirra mál.
En þeir afgreiða aldrei deiluna með því að segja einfaldlega, "þetta er rangt". Það er rangt að gera fólki þetta, það er rangt að eyða innviðum samfélaga. Þeir átta sig ekki á því að þú ræðir sumt ekki, það eru aðeins siðblindir geðvillingar sem mæra ESB/AGS leiðina. Þetta er eins og að taka umræðuna við hinn skilvirka verkfræðing í þjónustu þýskra stjórnvalda sem hannaði gasklefa útrýmingarbúða, að þú notar ekki cyanideum því það væri of kvalafullt, og yki þar með álag á verðina. Eða væri ekki hagkvæmara að þrælka fólk til dauðs í stað þess að gasa það? Það eru nefnilega til margar leiðir til að myrða fólk, að eyða samfélögum þeirra er ein leiðin.
Og níðingsskapur á aldrei að geta fundið sér hagfræði sem skálkaskjól.
Sama má segja og á að segja, um þá ómennsku að neita fólki um leiðréttingu á forsendubresti verðtryggingarinnar. Verðtryggingin var ekki hönnuð fyrir það sem gerðist í aðdraganda Hrunsins. Þess vegna varð það sem kallað er forsendubrestur og verðtryggingin ekki lengur marktæk á að mæla skuldir fólks. Hún er þar með orðin ránstæki, svipað og kúbein eða dýnamít hjá þjófum sem brjóta upp peningaskápa. Það er enginn sýknaður af því broti þó hann geti vísað til þess að kúbeinið hafi áður verið notað í heiðalegt niðurrif á gömlu húsi.
En fyrst og síðast þá gerðist eitthvað í aðdraganda Hrunsins sem er algjörlega án fordæmis og hafði hrikalega afleiðingar á fjárhag þúsunda fjölskyldna. Og siðað fólk, siðuð þjóð tekst á við slíkt. Þannig að sómi sé að og fólki geti haldð áfram að lifa eðlilegu lífi. Jarðskjálfti er aldrei afsökun þess að fórnarlömb jarðskjálfta séu látin búa í hreysum og tjöldum um aldur og ævi. Að sjálfsögðu leggst siðað samfélag á eitt að byggja upp, að endurreisa, að gera fólki kleyft að halda áfram að lifa eðlilegu lífi. Því siðað fólk gerir það sem rétt er. Hvort sem það er að aðstoða fórnarlömb hamfara að náttúruvöldum eða mannavöldum.
Siðaður maður hjálpar og siðaður maður líður það ekki að ósiðað fólk stjórni landinu. Siðaður maður líður ekki ósiðaða hagfræði, ósiðaða framleiðslu, ósiðað viðskiptaumhverfi.
Og siðaður maður gerir eitthvað þegar ósiðað fólk reynir að afsiða samfélag hans."
Já siðaður maður gerir eitthvað, hann tekur afstöðu,
Afstöðu með lífinu.
Kveðja að austan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2012 | 14:44
Þriðja færsla, Hvaðan á að sækja peningana.
"Hvaðan á að sækja peningana?" er heiti á pistli sem spratt út frá hámarkinu af heimsku hins heimska, sem spyr í þjóðfélagi alsnægtar, hvernig hann á að fara að að hjálpa náunganum í neyð.
Eða kosta umönnun aldraða, sjúkra, eða sjá til þess að enginn svelti, eða búi á götunni, í samfélagi þar sem nóg er til af húsum, samfélagi sem framleiðir mat langt um fram það sem það notar.
Hvaðan á að sækja peningana??? Eins og það séu peningar sem eru til útdeilingar, að menn borði peninga, búi í peningum, hjúkri með peningum.
Peningar eru ávísun á gæði, og þegar gæðin eru til staðar, þá sér siðuð manneskja til þess að allir njóti, og að öllum sé hjálpað. Það er aðeins þegar skortur er á gæðum, að spurt sé, hvernig á að deila.
Svar sem siðmenningin þekkir svo vel, að deila jafnt. Og líf í neyð gerir því þannig hámarkar það líkurnar á að allir komist að. Orðtakið, "að vera allir á sama báti", með tilvísun í hegðun sjómanna þegar skip þeirra hefur farist og vistin í björgunarbátnum er hlutskipti þeirra, útskýrir þessa visku.
Öllu er deilt, annað er bein ávísun á vargöld, óöld, sem enginn veit hver lifir af.
Ég las yfir þennan pistil þegar ég var að reyna að innstilla heilann á fjórðu færslu, sem tókst ekki því andinn er ekki að angra mig þessa stundina. Læt hana því flakka núna á eftir, skylduverk þarf að klára eins og annað.
En það má ítreka þessi orð.
"Það eru skýringar á að Hrunverjar nýta fjölmiðla sína til að hampa talsmönnum hagfræði dauðans. Hún er hagfræðin sem gerir þá ríkari en almenning fátækari. Sá sem vill alltaf meir á kostnað annarra, hann aðhyllist hagfræði dauðans, hann spyr hvaðan á að fá peninga til að hjálpa náunganum. Hann skilur ekki að hjálp snýst ekki um peninga, hjálp er spurning um breytni. Að gera það sem rétt er, að vera siðuð manneskja í siðuðu samfélagi.
Hrunið afsiðaði íslenku þjóðina. Hún kaus yfir sig ósiðað fólk sem vinnur í þágu blóðsuga fjármagnsins. Hún kaus yfir sig fólk sem neitar að hjálpa þurfandi því það er í forgang að hjálpa þeim ríku sem urðu fyrir skakkföllum í Hruninu mikla. Hún kaus yfir sig hagfræði dauðans í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
Það er nefnilega aðeins einn valkostur við hagfræði lífsins.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2012 | 11:57
Þriðja færsla- Eigi skal slíta sundur friðinn.
Er pistill sem ég samdi aðfaranótt gamlaárdags 2009, þegar beðið var eftir Ólafi.
Þá var ég ekki meðlimur við háborð Moggabloggsins og þurfti að pistla grimmt til að fá lestur. Þar sem ég átti afmæli daginn eftir þá var ég búinn að lofa að pistla ekki neitt þann dag, þess vegna lagði ég metnaði í pistilinn, það er að ná fram ákveðinni hugsun sem ég vildi að menn læsu, og íhuguðu.
Það tókst glimrandi, pistillinn fékk vængi í Netheimum og fékk yfir 900 ip tölur þegar yfir lauk.
Hann er barn síns tíma, glöggir sjá að ég trúði ennþá á réttarríki Evrópu, eitthvað sem ég geri ekki í dag. Valdið þar er búið að brenna allar brýr að baki sér í stríðinu við almenning.
En hugsun hans er góð, vandi Andófsins er þessi rosalega árátta að vera alltaf að slíta friðinn við hvort annað. Sem skýrir svo að gamla góða íhaldið, sem ekkert hefur lært, stefnir í stjórn eftir kosningar, jafnvel með meirihluta atkvæða.
Og höfum það á hreinu, það er í okkar boði. Okkur hefur ekki borið gæfa til að móta valkost sem höfðar til hins þögla kjósenda, mannsins sem vill vel en kýs ekki yfir sig rugl.
Hvað um það þessi pistill er merkilegur fyrir margar sakir. Þar til dæmis heyrði ég fyrst í Ljóðskáldi lífsins sem hafði það góð áhrif á mig að ég mælti prósa af puttum fram, eða reyndi svona allavega að vera skáldlegur.
"Það er ekki þannig að við smáfuglarnir breytum heiminum, en hugsanlega getur söngur okkar vakið athygli stóru fuglanna, og eins getum við haft áhrif á stefið sem hinir smáfuglarnir syngja."
Ég mundi alltí einu eftir þessu í morgun þegar ég nennti ekki fyrir mitt litla líf að gera það sem ég ætlaði mér, að skrifa um aðferðarfræði lífsins og systur hennar og bræður, mest vegna þess að ég nýt áhrifa liðlækninga hjá honum Atla hnykkjara, áhrifa sem kallast rosaleg þreyta sem ku vera merki þess að líkaminn er eitthvað að endurræsa sig. Ég var hjá Atla í gær, skruðningurinn hefði jafnast á við gott sólo hjá blúsgítarleikara, þvílík voru lætin.
En allt á sér tilgang, líka letin, og þessi klausa sem ég ætla að peista aftur
"Það er ekki þannig að við smáfuglarnir breytum heiminum, en hugsanlega getur söngur okkar vakið athygli stóru fuglanna, og eins getum við haft áhrif á stefið sem hinir smáfuglarnir syngja."
er svona lítið dæmi það sem ég kalla Galdur lífsins, að þetta eigi sér allt tilgang, því lífið er að finna sér leið til að lifa af.
Það er ekki þannig að við, hvert um sig nái að bjarga framtíð lífsins, en við saman munum gera það, að lokum, því lífið vill lifa af.
Það er eitthvað þarna sem mun sjá til þess. Það er skráð í skýin.
Þess vegna sigrum við Vantrúna, fyrst hjá okkur sjálfum, svo hjá öllum hinum, öllum hinum smáfuglunum sem að lokum munu syngja aðeins eitt stef, Óð til lífsins.
Og allt byrjar þetta hjá Fallega fólkinu, söngelska fólkinu sem syngur lífinu óð á hverjum degi.
Annað var það sem ég vildi vekja athygli á, en það er athugsemd 14 þar sem ég spái dálítið í Sektina, þá nöldurrödd valdsins þegar það taldi okkur í trú um að við værum Sek, og ættum því að taka á okkur allar þær kárinur sem því datt í hug, og datt ekki í hug, en bökin okkar ættu að bera.
Peista því hér að neðan.
Fjórða færsla kemur svo einhvern tímann, en á meðan Syngjum við um lífið.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2012 | 19:52
Þriðja færsla. Pistlar lífsins.
Víða hef ég skrifað svokallaða grunnpistla þar sem ég reyni að koma ákveðinni hugsun eða skoðun á framfæri um ákveðin grunnmál.
Sá fyrsti og sá sem mér þykir vænst um er í pistlaröðinni, Guð blessi Ísland og heitir Guð blessi Ísland, Hvað er til ráða?.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/866336/
Þar orðaði ég fyrst þá skoðun mína um siðlega nálgun á uppgjöri á Hruninu;
"Forystan felst í að sameina þjóðina um þessi grunnmarkmið. T.d átti að segja strax að eitt heimili sem eyðist vegna kreppunnar er einu heimili of mikið. Að segja að við séum það smá þjóð að hin einu raunverulegu verðmæti okkar sem þjóðar erum við sjálf. Þess vegna reynum við að vernda allt líf, hvort sem það er aldraðir, sjúkir, öryrkjar, langveik börn, einhverf börn, börn með geðræn vandamál og svo framvegis. Og ekki hvað síst hvort annað. Blóðfórnir Finna frá bankakreppu þeirra má ekki og á ekki og mun ekki endurtaka sig á Íslandi. Þess vegna sköpum við samstöðu og einhug um þá lífsýn að við séum öll eitt, með sömu örlög og framtíð. Þess vegna verndum við atvinnu okkar og velferðarkerfi. Og við verndum hvort annað."
Einhvern tímann í framhaldinu kom pistillinn "Frysting verðtryggingarinnar er ekkert val", sem ég birti aftur og aftur, síðast 12. feb á þessu ári.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1222312/
"Standi þjóðin ekki saman þá er þjóðarvá í vændum og ekkert getur hindrað yfirvofandi hrun þess samfélags sem við þekkjum og vorum svo stolt af. Vissulega voru skuggar í því samfélagi og það villtist af leið á meðan mýrarljós græðgi og sérhyggju var sá ljósgjafi sem lýsti upp efnahagslífið. En lífið er ekki fullkomið og önnur samfélög eiga líka við sinn vanda að glíma. En þjóðin stóð saman á erfiðleikatímum og það var hugsað um þá sem áttu undir högg að sækja sökum aldurs, sjúkleika eða annars sem gerði fólk erfitt fyrir í sinni lífsbaráttu. Staða foreldris skipti ekki máli þegar kom að því að mennta börnin og öll börn nutu sömu heilsugæslu.
En núna vilja græðgiöflin rjúfa þessa sátt. Þau höfða til síngirni fólks og öryggisleysis. Segja að þjóðin hafi ekki efni á að hjálpa unga fólkinu. Það sé of dýrt og það verði á kostnað ellilífeyri þess. Segja að það eigi að standa við gerða samninga. ".
Áfram hélt vegferðin, innan um skammir og stríð reyndi ég að orða hugsun þess sem maður þurfti að skilja til þess að einhver von væri fyrir börnin manns um lífvænlega framtíð.
Stóri pistillinn var kannski, Pabbi, viltu sjá afabörn þín sem ég endurbirti síðan núna í vor undir heitinu, Draumurinn eini. Draumur okkar allra.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1236161/
"Svarið er líka mjög einfalt, vegna þess að harmur okkar er brot af heimsins harmi. Og vinnumenn Tregðunnar, siðblint auðvald er að rústa framtíð barna okkar. Vörn okkar, byggð á mennsku og mannúð hins siðaða manns, byggð á viti og þekkingu hins skynsama manns mun tryggja okkur sigur. Sá sigur mun gefa öðrum manneskjum, sem líka glíma við þursa Tregðunnar, þá von og þá hvöt sem þarf til að líta í sinn eigin barm, og segja Nei við þeirri lygi, að við hinn venjulegi maður séum aðeins leiksoppar höfðingja og auðmanna, og Já við þeirri staðreynd að við erum upphaf og endir alls. Að vilji okkar til lífs og framtíðar sé það afl sem siðmenningin hefur til að viðhalda sér. Að það séu við sem munum sigra Tregðuna, og skapa börnum okkar framtíð. "
Á undan þessum pistli kom annar, heitir There is something out there,
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1236149/
þar sem ég fjalla um ógnina sem bíður okkar í nálægðri framtíða, það er ef vitleysingarnir fá frítt spil með að spila með framtíð mannsins.
Mörgum finnst svona tal vera svartsýni, að við eigum að vera bjartsýn á framtíðina. Sem ég er, en aðeins vegna þess að ég tel að við þurfum að koma vitleysingunum frá völdum, og að það sé hægt.
"Fyrir mig var hann upphaf nýrrar Sýnar, þeirrar Sýnar að ég taldi að það væri á mínu valdi að tryggja framtíð barna minna. Flóknara var það ekki. Og ætti ekki að vera flóknara hjá öðrum. En það er annarra að svara fyrir sig. Hvort sem það er í orðum eða gjörðum. Orð eru til alls fyrst, skrái þau hugsun lífsins þá mun sú hugsun lifa á meðan einhver lifir til að tileinka sér hana. Gjörðin ræður svo hvernig fer, því fyrr sem fólk tekur afstöðu með framtíð barna sinna, því fyrr hefst barátta lífsins. Því fyrr myndast Hópur lífsins, þvi fyrr fá Liljur vallarins að blómstra í Samstöðu og trú um að lífið, þrátt fyrir alla sína galla, sé þess virði að berjast fyrir.
There is something out there.
Vonin, trúin, lífið.
Við sjálf.
Annað skiptir ekki máli."
Það er vonin sem er þarna úti, vegna þess að við sjáum og skiljum, og viljum ráða sjálf okkar framtíð.
Tveir síðustu pistlarnir eru hluti af ritröð sem hófst 5. apríl 2012, með pistlinum Það er frjór jarðvegur fyrir nýja hugsun, henni lauk svo ekki fyrr en með ósömdum pistli þegar þetta er skrifað, pistlinum um Fallega fólkið.
Þar er ég að bregðast við öðru Kalli, frá Ljóðskáldi lífsins, sem bað mig að draga saman pistla mína og hugsun þannig að aðrir mættu lesa. Annars var þetta hér og þar og allsstaðar, meðal annars ósamið.
Í athugasemdarkerfið hér að neðan ætla ég að taka þessa pistla fyrir, birta tenglana og um hvað þeir fjalla. Þetta gerist hægt og hljótt, ætla samt að klára meginmálið á morgun.
Þar með er kominn einn staður sem hægt er að nálgast allt meginefnið, sem er þó aldrei fullkomið því á mörgum stöðum hefur maður reynt að gera atlögu að þessari nálgun á vörn mannsins, sem ég kenni við Hreyfingu lífsins.
Njótið sem njóta vilja, þetta er þarna og fer ekki neitt.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
28.8.2012 | 18:16
Þriðja færsla. Pistlar lífsins, aðfararorð.
Jæja, kannski ekki alveg en nafnið er flott og vísar í að í þeim er byggð upp upp ákveðin rökfærsla sem leiðir til niðurstöðu sem aftur endar í það sem ég kalla Hreyfingu lífsins. Sem aftur er ákveðin hugmyndafræði sem ég fjalla um í Fjórðu færslu.
Rökfærslan er forsenda alls þess sem á eftir kemur. Ef maður samþykkir hana þá á maður því miður ekkert val, allur valkvíði er úr sögunni og viðtekur hin fullkomna bjartsýni, að framtíð lífsins sé undir manni sjálfum komin.
Ég hef víða gert atlögu að þessu, mér er minnistæð umræða sem spratt út af pistli um meinta fordóma og lesa má um hér. (hægri smella og opna tengil).
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1222036/
Í innslagi 69 geri ég atlögu að tjá dýpri rök minna pælinga, vissulega mælt af fingrum fram og í samhengi við þá rökræðu sem ég átti á þessum þræði, en samt, hefur gildi þegar það er sett í samhengi viðönnur skrif.
Ég ætla að endurbirta þessi orð mín, minni enn og aftur á samhengið við það sem rætt er á þræðinum en um leið vil ég ítreka að einhverja svona nálgun þarf til að hinn siðmenntaði maður nái yfirhöndina yfir villimanninum sem kann enga leið aðra en dráp og rán til að uppfylla valdgræðgi/gullgræðgi sína.
Það er jú villimaðurinn sem stjórnar í dag, hugmyndafræði hans, Nýfrjálshyggjan er dauðastefna sem engu eirir. Því hún afneitar því siðaboði að maður eigi að gæta bróðir síns, heldur megi maður níðast á honum eins og maður vill, bara ef maður græðir á því, og jú, hefur vit á að kaupa upp stjórnmálin svo lögin leyfi allt það óeðli sem manni dettur í hug til að hámarka gróðann.
Þetta er kjarni illskunnar og hana verður að sigra ef maðurinn vill eiga sér von.
Þess vegna er svona umræða nauðasynleg og við þurfum öll að kynna okkur hana fyrr en síðar.
Því stríðið fyrir tilveru mannsins er hugmyndastríð, þar sem góðu er teflt gegn illu. Hagfræði lífsins gegn Hagfræði dauðans. Siðfræði lífsins gegn siðfræði græðginnar.
Allavega, í athugasemdinni hér að neðan kemur innslagið, pistlarnir koma svo í Þriðju færslu, annar hluti.
Á meðan, kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2012 | 15:33
Önnur færsla. Að svara Kalli.
Að svara Kalli er forsenda Byltingar lífsins. Að menn geri það sem þarf að gera þegar menn eru beðnir um það. Þar sem enginn gerir meir en hann getur þá þarf Kallið að vera raunhæft, að menn séu ekki beðnir að gefa meir af sér en þeir geta gefið.
Hver sendir út Kall gæti einhver spurt í einlægni því ljóst er að ef vafi ríki þar um, þá vita menn hvorki hvort það sem menn heyra sé raunverulegt Kall eða hvort yfir höfuð sé Kallað.
Svarið er mjög einfalt, Lífið sjálft sendir út Kall, það er okkar Dómgreind sem nemur.
Og við hjá Hreyfingu lífsins fengum Kallið, alveg satt, og við héldum suður til að ræða við gott fólk, fallegt fólk um hugmyndafræðina, Hugmyndafræði lífsins, sem að baki liggur Hreyfingu okkar. Það var ekki alveg þannig að okkur langaði suður, eiginlega langaði okkur ekkert suður, en Kalli verður að svara, þegar Kall berst.
Ferðarnar voru tvær og gengu vonum framar.
Það var ótrúlegt hvað margir voru tilbúnir að taka frá tíma til að ræða við okkur um Lífið og Hugmyndafræði þess, um Aðferðafræðina sem liggur að baki þeirri einu leið sem Lífið hefur ef það vill lifa núna á tímum upplausnar og átaka.
Fólk gerði það því það telur Lífið þess virði að berjast fyrir.
Vissulega var einblítt að tala við fallega fólkið, fólkið sem telur markmið baráttunnar, eða þörfina að verja framtíð barna okkar, mikilvægara en sitt eigið sjálf.
Það er tilbúið að gefa af sér en spyr ekki "hvað fæ ég í staðinn".
Fallega fólkið klýfur ekki Andófið gegn skuldaþrælkun þjóðarinnar vegna eigin hégóma eða ímyndað valdabrölts í smáhópum sem einir og sér hafa ekkert afl eða vægi til að knýja valdið til réttlátrar og sanngjarnar niðurstöðu í skuldamálum heimilanna, hvað þá ef þeir klofna í ennþá fleiri örhópaeindir.
Fallega fólkið spyr hvað það getur gert, það sem hindrar aðgerðir þess er valkosturinn, skortur á hugmyndafræði þeirra sem vilja vel en vita lítið um hvað þeir þurfa að gera til að ná markmiðum sínum. Já, valkostirnir sem til eru í dag virka ekki, þeir ná ekki saman, mynda ekki afl sem virkar.
Hinn bitri raunveruleiki lífsins er sá að þeir sem eiga skuldir, gefa þær ekki eftir, ekki nema nauðbeygðir. Og þegar þeir ráða valdinu, ráða fjölmiðlum, kaupa upp álitsgjafa, þá eru þeir ekki lagðir svo glatt að velli.
Aðeins sameinað afl fjöldans mun knýja fram réttlæti þjóðinni til handa, afl sem aðeins Hugmyndafræði lífsins, hugmyndafræði Samstöðunnar mun búa til.
Eitthvað sem virðist kannski illmögulegt en er það ekki í raun.
Það erfiðasta er að stíga fyrsta skrefið, að gera sér grein fyrir þetta þurfi að gera, að það sé enginn valkostur annar til, og að það geri það heldur enginn annar en maður sjálfur.
Sé þetta fyrsta skref stigið, þá er eftirleikurinn auðveldur, því eitt leiðir að öðru.
Það er því Tregðan sem er hjálpari valdsins, sú hugsun að þetta sé ekki hægt því við þurfum að gera það.
En þetta er einmitt hægt því við munum gera það sem þarf að gera.
Og fyrsta skrefið var stigið þegar fólk vildi setjast niður og ræða málin á þessum forsendum. Síðan tekur öflugast vopn hugans við, undirmeðvitundin og hún mun útfæra næsta skref.
Sem er að einhver sendi út Kall og feli fólk verkefni um að mynda þessa Hreyfingu sem að lokum mun knýja valdið til uppgjafar.
Vissulega hittum við hjá Hreyfingu lífsins ekki marga, en nógu marga til að vita að þetta er hægt. Þú þarft ekki að tala við margar fallegar manneskjur til að vita að þær sem þú átt eftir að tala við, að þær muni bregðast eins við gagnvart skýrri hugmyndafræði og aðferðafræði eins og hinar sem þú hefur þegar talað við.
Þess vegna vitum við hjá Hreyfingu lífsins að það liggur eitthvað í loftinu, eitthvað sem seinna meir verður kallað Upphaf nýrra tíma.
Upphafið að ósigri valdsins er þegar hafið. Fyrsta skrefið hefur verið stigið.
Langur vegur er fyrir höndum en það er eins með þá vegi eins og aðra, þeir enda að lokum.
Og endirinn heitir; Nýtt og betra Ísland.
Sem er síðan ein leiðin af mörgum sem þarf að fara til að vernda framtíð barna okkar. Og allra barna sem eiga framtíð.
Því forsenda lífs á jörðu er að við skiljum að við erum öll eitt, og á sama báti, deilum sömu örlögum, sömu von, sömu framtíð.
Þessi skilningur er hið endalega lokatakmark Hreyfingar lífsins, Hreyfingar sem á sér óteljandi bræður og systur um víða veröld.
Ógnarvald Tregðu og tortímingar virðist ósigrandi, segjum að það hafi reynslu sögunnar því til staðfestingar. En sagan geymir annað mun mikilvægara, og það er Lærdómur sögunnar, og hann er okkar herbúðum.
Sá Lærdómur segir að mesti styrkur Ógnarvaldsins er einmitt sú útbreidda trú að það sé ósigrandi, sem er algjör firra því hver kýs dauðann fram yfir líf????
Sá Lærdómur segir að Ógnarvaldið óttist aðeins eitt, að einhver standi upp og bendi á það og segi; "Við ætlum að sigra þig!!!!".
Þess vegna eru sú rödd þögguð, ef það dugar ekki til, hædd, gerð að aðhlátursefni, og þegar hlátur fíflanna reynist of holróma, því hvaða vitiborna manneskja hlær af þeirri trú að börnin okkar eigi rétt á framtíð, og að það standi á okkur að verja þann rétt, þá er gripið til lokavopnsins.
Og hvert er lokavopn Ógnarvalds tregðu og tortímingar, þess valds sem öllu ræður í dag????
Nei, það er ekki sundurlyndisfjandinn, sem birtist í óþarfa deilum, togstreitu um völd eða bitlinga, eða hégómi eða valdaþrá egósins sem tekur sig sjálft fram yfir markmið baráttunnar, það er ekki heldur vopn óvinarins, að kaupa sér fylgi, að kosta ruglið innan baráttunnar, að fjármagna áróður gegn lífinu eða hvað sem það telur sig geta gert með fjármunum sínum.
Nei, það er ekkert af því sem við höfum séð eyðileggja baráttu okkar gegn skuldaánauð þjóðarinnar. Í raun ekkert sem óvinurinn getur gert okkur með völdum sínum eða fjármagni.
Lokavopnið sem Óvinurinn eini grípur til þegar hann sér að Hreyfing lífsins er orðin að alvöru hreyfingu sem nær til fólks, er????, er ......,
Já, það er Vantrúin.
Að halda því sífellt á lofti að þetta sé ekki hægt, að þetta sé aðeins draumsýn, bjartsýnisrugl, fáráð, að það sé vonlaust að lífið lifi af.
Nei, reyndar segir hann ekki það síðastnefnda, en hann meinar það. Því ef þetta er ekki hægt, þá mun tækni mannsins í eyðingu, ásamt vanþroska okkar í að höndla lögmál siðmenningarinnar, leiða til þess að lífið á sér ekki von, að við, maðurinn sé tegund eins og risaeðlan, tegund sem deyr út.
Ógnarvaldið þorir bara ekki að segja það beint út. Því hvernig myndi fólk bregðast við ef gírugir valdsmenn, segja uppí opið geð á því, að framtíð barna þeirra sé dauðdæmd því valdgræðgi þeirra og heimska muni óumflýjanlega leiða til Endisins eina, að það sé engin von, engi trú, engin framtíð??
Allir sem einn munu rísa upp gegn þeim, líka þeirra eigin þjónar eða risahjörð hinna nytsömu sakleysingja sem er í þeirra þjónustu.
Þess vegna má ekki segja að lífið muni ekki lifa að, heldur aðeins að þeir sem ætla sér að hjálpa því að lifa af, séu skýjaglópar sem vilji vel en engum árangri muni ná.
Sá þannig fræjum vantrúar svo fólk svari ekki Kalli lífsins og geri það sem gera þarf.
Að það verndi lífið sem það skóp svo það sjálft geti getið af sér líf.
Vantrúin er Ógnarvopn Ógnarvaldsins og það skal játað að þó hér hjá Hreyfingu lífsins sé til staðar bjartsýni í því magni sem þarf til að mæta þögninni eða aðhlátrinum, að þá er meira en að segja það að sigra Vantrúna.
Það hefur reyndar aldrei verið gert áður.
Þess vegna er eins gott að maður geti sagt Hjúuuuu, að Hreyfing lífsins þarf ekki að kljást við þetta skrýmsli, Lífið sjálft mun það gera.
Með því að senda út Kall.
Kall um að fólk geri það sem þarf að gera án þess að væla eða skæla eða benda í sí og æ á einhverja aðra.
Lífið vill lifa af, það finnur sér alltaf leið til þess að svo verði.
Og í langan tíma hefur það undirbúið svar við Ógnarvopninu, Vantrúnni.
Það skóp fallega fólkið, fólkið sem mun fyrst svara Kalli þess.
Og vekja með öðrum Von um að þrátt fyrir allt sé hægt að sigrast á Vantrúnni.
Þegar Vonin kviknar mun Vantrúin hörfa og þá er leiðin greið að hjarta valda Óvinarins eina.
Krafa fjöldans um líf mun að lokum fella hann.
Allt hófst þetta með Kalli.
Að fallega fólkið svaraði Kalli (Hreyfingu) Lífsins.
Kveðja að austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hreyfing lífsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar