Fjórða færsla. Hvað get ég gert.

 

Hugtök lífsins eru mörg, í fjórðu færslu ætla ég að fjalla um þau, svona eitthvað fram eftir mánuðinu, í rólegheitum, þegar andinn kemur.

Andinn er á leiðinni, samt á eftir klukkunni svo mig langar að henda inn grein frá því í vor, þar gerði ég atlögu að siðlegri nálgun hagfræðinnar.  Linkurinn er hér að neðan en kjarninn hér.

 

"En þetta er ekki það versta við það sem er að gerast í dag. Það versta er hinn algjöri skortur á siðferði sem einkennir alla umræðu um efnahagsmál. Það slær mig rosalega þegar ég fylgist með debatinu milli Keynista og Friedmanista að enginn hagfræðingur skuli afgreiða deilu með grunnrökum mennskunnar, að eitthvað sér hreinlega rangt, að siðaður maður geri ekki svona. Keynistar afgreiða til dæmis efnahagsstefnu ESB/AGS í Grikklandi sem hagfræðilega heimsku og sagan hefur sannað þeirra mál.

En þeir afgreiða aldrei deiluna með því að segja einfaldlega, "þetta er rangt". Það er rangt að gera fólki þetta, það er rangt að eyða innviðum samfélaga. Þeir átta sig ekki á því að þú ræðir sumt ekki, það eru aðeins siðblindir geðvillingar sem mæra ESB/AGS leiðina. Þetta er eins og að taka umræðuna við hinn skilvirka verkfræðing í þjónustu þýskra stjórnvalda sem hannaði gasklefa útrýmingarbúða, að þú notar ekki cyanideum því það væri of kvalafullt, og yki þar með álag á verðina. Eða væri ekki hagkvæmara að þrælka fólk til dauðs í stað þess að gasa það? Það eru nefnilega til margar leiðir til að myrða fólk, að eyða samfélögum þeirra er ein leiðin.

Og níðingsskapur á aldrei að geta fundið sér hagfræði sem skálkaskjól.

Sama má segja og á að segja, um þá ómennsku að neita fólki um leiðréttingu á forsendubresti verðtryggingarinnar. Verðtryggingin var ekki hönnuð fyrir það sem gerðist í aðdraganda Hrunsins. Þess vegna varð það sem kallað er forsendubrestur og verðtryggingin ekki lengur marktæk á að mæla skuldir fólks. Hún er þar með orðin ránstæki, svipað og kúbein eða dýnamít hjá þjófum sem brjóta upp peningaskápa. Það er enginn sýknaður af því broti þó hann geti vísað til þess að kúbeinið hafi áður verið notað í heiðalegt niðurrif á gömlu húsi.

En fyrst og síðast þá gerðist eitthvað í aðdraganda Hrunsins sem er algjörlega án fordæmis og hafði hrikalega afleiðingar á fjárhag þúsunda fjölskyldna. Og siðað fólk, siðuð þjóð tekst á við slíkt. Þannig að sómi sé að og fólki geti haldð áfram að lifa eðlilegu lífi. Jarðskjálfti er aldrei afsökun þess að fórnarlömb jarðskjálfta séu látin búa í hreysum og tjöldum um aldur og ævi. Að sjálfsögðu leggst siðað samfélag á eitt að byggja upp, að endurreisa, að gera fólki kleyft að halda áfram að lifa eðlilegu lífi. Því siðað fólk gerir það sem rétt er. Hvort sem það er að aðstoða fórnarlömb hamfara að náttúruvöldum eða mannavöldum.

Siðaður maður hjálpar og siðaður maður líður það ekki að ósiðað fólk stjórni landinu. Siðaður maður líður ekki ósiðaða hagfræði, ósiðaða framleiðslu, ósiðað viðskiptaumhverfi.

Og siðaður maður gerir eitthvað þegar ósiðað fólk reynir að afsiða samfélag hans."

 

Já siðaður maður gerir eitthvað, hann tekur afstöðu, 

Afstöðu með lífinu.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað get ég gert??

Höfum þetta bak við eyrað.

"Gegn lélegustu ríkisstjórn vestræns lýðræðis (engin þekkt dæmi um ríkisstjórnir sem beint unnu að gera land sitt gjaldþrota með því að gangast að fjárkúgun óvinveittra ríkja) veðjar þjóðin á Sjálfstæðisflokkinn, ekki að Sjálfstæðisstefnan sé ekki góð og gild, en flokkurinn býður ekki upp á hana í dag. Hans lausnir eru lausnir ríkisstjórnarinnar nema í ennþá ýktari mynd. 

Og flokkurinn hefur ekki gert upp við Helstefnu nýfrjálshyggjunnar.  Við hugmyndafræðina sem mærði ofurlaun útvaldra sem er aðeins ein birtingarmynd þjófnaðar og ránsskapar.   Eða þá geðveiki fjárfesta að leggja undir sig fyrirtæki og gera síðan árlega ávöxtunarkröfu uppá 15-20%, sem hver heilbrigður maður sér að er langt um fram heilbrigðan vöxt efnahagslífs.  Að ekki sé minnst á hvernig heilbrigð samkeppni var drepin með tilvísun í kostnaðarhagkvæmni einokunar eða fákeppnissamþjöppunar.

Hugmyndafræðingarnir sem mærðu og vörðu hina algjöra heimsku og siðblindu, þeir eru ennþá hugmyndafræðingar flokksins, og eru með öll sín ítök í atvinnulífinu.

Það eina sem er öruggt ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst í stjórn, er nýtt Hrun."

Hver vill Nýtt Hrun??????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband