Þriðja færsla, Hvaðan á að sækja peningana.

 

"Hvaðan á að sækja peningana?" er heiti á pistli sem spratt út frá hámarkinu af heimsku hins heimska, sem spyr í þjóðfélagi alsnægtar, hvernig hann á að fara að að hjálpa náunganum í neyð.  

Eða kosta umönnun aldraða, sjúkra, eða sjá til þess að enginn svelti, eða búi á götunni, í samfélagi þar sem nóg er til af húsum, samfélagi sem framleiðir mat langt um fram það sem það notar.  

Hvaðan á að sækja peningana???  Eins og það séu peningar sem eru til útdeilingar, að menn borði peninga, búi í peningum, hjúkri með peningum.  

Peningar eru ávísun á gæði, og þegar gæðin eru til staðar, þá sér siðuð manneskja til þess að allir njóti, og að öllum sé hjálpað.  Það er aðeins þegar skortur er á gæðum, að spurt sé, hvernig á að deila. 

Svar sem siðmenningin þekkir svo vel, að deila jafnt.  Og líf í neyð gerir því þannig hámarkar það líkurnar á að allir komist að.  Orðtakið, "að vera allir á sama báti", með tilvísun í hegðun sjómanna þegar skip þeirra hefur farist og vistin í björgunarbátnum er hlutskipti þeirra, útskýrir þessa visku.  

Öllu er deilt, annað er bein ávísun á vargöld, óöld, sem enginn veit hver lifir af.  

 

Ég las yfir þennan pistil þegar ég var að reyna að innstilla heilann á fjórðu færslu, sem tókst ekki því andinn er ekki að angra mig þessa stundina.  Læt hana því flakka núna á eftir, skylduverk þarf að klára eins og annað.  

En það má ítreka þessi orð.

"Það eru skýringar á að Hrunverjar nýta fjölmiðla sína til að hampa talsmönnum hagfræði dauðans. Hún er hagfræðin sem gerir þá ríkari en almenning fátækari. Sá sem vill alltaf meir á kostnað annarra, hann aðhyllist hagfræði dauðans, hann spyr hvaðan á að fá peninga til að hjálpa náunganum. Hann skilur ekki að hjálp snýst ekki um peninga, hjálp er spurning um breytni. Að gera það sem rétt er, að vera siðuð manneskja í siðuðu samfélagi.

Hrunið afsiðaði íslenku þjóðina. Hún kaus yfir sig ósiðað fólk sem vinnur í þágu blóðsuga fjármagnsins. Hún kaus yfir sig fólk sem neitar að hjálpa þurfandi því það er í forgang að hjálpa þeim ríku sem urðu fyrir skakkföllum í Hruninu mikla. Hún kaus yfir sig hagfræði dauðans í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."

Það er nefnilega aðeins einn valkostur við hagfræði lífsins.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvaðan á að sækja peningana?

Í athugasemdum spratt ýmislegt fram, þar á meðal gamall pistill minn frá ICEsave stríðinu.  

Og líka gullmoli sem kom í þessu samhengi.

"Loks er krafa lífsins skýr, og um hana er ekki deilt.

Börn eru ekki borin út af heimilum sínum.  Heimilin eru griðastaður fjölskyldunnar og forsenda samfélagsins.  Hvað sem menn gera, hvernig sem menn útfæra hlutina þá er þessi grunnforsenda lífsins til umræðu.  Hún er skýr, hún er solid.

Tími Rómversku þrælasiðmenningarinnar er liðinn.  

Það mættu þeir hafa í huga sem mæta til Sirrý og dásama góðvild sína við útigangsketti, að á tímum Rómverja var líka til fólk sem var gott við ketti.  En fór illa með náunga sinn, þrælkaði hann, hvort sem það var vegna ICEsave eða annað, og það bar út fólk, seldi það í skuldaþrældóm forsendubrestsins.

Því sagan endurtekur sig, sumir halda sig góðar manneskjur en sína ekki þá breytni sem til þarf.

Góð manneskja skuldaþrælkar ekki náunga sinn.

Jafnvel þó hún gauki síldarbita að ketti.  Eða mætir til Sirrý.  

Góð manneskja breytir rétt. 

Eitthvað sem stétt góða fólksins á Íslandi virðist fyrirmunað að skilja."

Ætli kattareign sé algeng i Samfylkingunni???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband