30.8.2012 | 14:44
Þriðja færsla, Hvaðan á að sækja peningana.
"Hvaðan á að sækja peningana?" er heiti á pistli sem spratt út frá hámarkinu af heimsku hins heimska, sem spyr í þjóðfélagi alsnægtar, hvernig hann á að fara að að hjálpa náunganum í neyð.
Eða kosta umönnun aldraða, sjúkra, eða sjá til þess að enginn svelti, eða búi á götunni, í samfélagi þar sem nóg er til af húsum, samfélagi sem framleiðir mat langt um fram það sem það notar.
Hvaðan á að sækja peningana??? Eins og það séu peningar sem eru til útdeilingar, að menn borði peninga, búi í peningum, hjúkri með peningum.
Peningar eru ávísun á gæði, og þegar gæðin eru til staðar, þá sér siðuð manneskja til þess að allir njóti, og að öllum sé hjálpað. Það er aðeins þegar skortur er á gæðum, að spurt sé, hvernig á að deila.
Svar sem siðmenningin þekkir svo vel, að deila jafnt. Og líf í neyð gerir því þannig hámarkar það líkurnar á að allir komist að. Orðtakið, "að vera allir á sama báti", með tilvísun í hegðun sjómanna þegar skip þeirra hefur farist og vistin í björgunarbátnum er hlutskipti þeirra, útskýrir þessa visku.
Öllu er deilt, annað er bein ávísun á vargöld, óöld, sem enginn veit hver lifir af.
Ég las yfir þennan pistil þegar ég var að reyna að innstilla heilann á fjórðu færslu, sem tókst ekki því andinn er ekki að angra mig þessa stundina. Læt hana því flakka núna á eftir, skylduverk þarf að klára eins og annað.
En það má ítreka þessi orð.
"Það eru skýringar á að Hrunverjar nýta fjölmiðla sína til að hampa talsmönnum hagfræði dauðans. Hún er hagfræðin sem gerir þá ríkari en almenning fátækari. Sá sem vill alltaf meir á kostnað annarra, hann aðhyllist hagfræði dauðans, hann spyr hvaðan á að fá peninga til að hjálpa náunganum. Hann skilur ekki að hjálp snýst ekki um peninga, hjálp er spurning um breytni. Að gera það sem rétt er, að vera siðuð manneskja í siðuðu samfélagi.
Hrunið afsiðaði íslenku þjóðina. Hún kaus yfir sig ósiðað fólk sem vinnur í þágu blóðsuga fjármagnsins. Hún kaus yfir sig fólk sem neitar að hjálpa þurfandi því það er í forgang að hjálpa þeim ríku sem urðu fyrir skakkföllum í Hruninu mikla. Hún kaus yfir sig hagfræði dauðans í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
Það er nefnilega aðeins einn valkostur við hagfræði lífsins.
Kveðja að austan.
Um bloggið
Hreyfing lífsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaðan á að sækja peningana?
Í athugasemdum spratt ýmislegt fram, þar á meðal gamall pistill minn frá ICEsave stríðinu.
Og líka gullmoli sem kom í þessu samhengi.
Ætli kattareign sé algeng i Samfylkingunni???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.