Fjórða færsla. Hagfræði lífsins.

 

Hagfræði lífsins á sér eina forsendu, rétta breytni.  

Rétt breytni byggist á nokkrum grundvallarreglum.

Við getum kallað það að þekkja muninn á réttu og röngu, en einfaldast er að draga það saman í annað boðorð lífsins, þú skalt ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þér sé gert sjálfum.  

 

Sem þýðir meðal annars að það sem þú vilt sjálfum þér til handa, það vilt þú öðrum, það sem þú vilt þínum börnum, það vilt þú að önnur börn hlotni líka.

Sem þýðir að þú leysir ekki þinn vanda með rangindum gagnvart öðrum, að þú eykur ekki þinn ávinning á kostnað annarra. 

Sem þýðir siðaða hegðun.

 

Hagfræði lífsins er því siðuð ákvörðun við þær aðstæður og vandamál sem hagfræðin þarf að glíma við.

Það er sagt að hagfræðin eigi margar lausnir við hverju vandamáli og hún sé huglæg vísindagrein og geti því ekki reiknað sig til réttustu niðurstöðu.  

Þetta er rétt eins langt og það nær.

En ef samfélagið gerir þessa skýlausu kröfu á hendur hagfræðinnar, þá er lausnirnar í raun mjög fáar, og oft aðeins ein þegar betur er að gáð.

 

Siðuð lausn útilokar til dæmis að vandi allra sé leystur á kostnað sumra, eða að gæðum allra sé aðeins deilt til sumra.

 

Siðuð lausn útilokar til dæmis það siðleysi sem kvótakerfið var á sínum tíma.  Í nafni hagræðingar og of mikils veiðiálags var sameiginlegum gæðum úthlutað til þrýstihóps innan valdakerfisins, gæðin voru eigngerð, og hinir útvöldu máttu höndla með þau eins og þeir vildu.  Án samfélagslegrar ábyrgðar, án tillits til þeirra afleiðinga sem þær höfðu á samfélög fiskimanna, án tillits til þeirra afleiðinga sem þær höfðu á eignir og fjárhag fólks.

Meint hagkvæmi er aldrei afsökun  meirihlutans fyrir að valda öðru fólki tjóni.

Breytt fiskgengd, breyttir atvinnuhættir geta haft þær afleiðingar að byggðir eyðist, að fólk þurfi að fara frá eignum sínum verðlausum, en ef slíkt gerist vegna samfélagslegra ákvarðana, þá ber samfélaginu skýlausan rétt að greiða fullar bætur fyrir það tjón sem hlóst af ákvörðun þess.  Sem ætti að vera auðvelt ef meint hagkvæmi væri raunveruleg.

 

Ég nefni þetta sem dæmi um þá hugsun sem fólk þarf að skilja ef það vill kallast siðuð manneskja, eitthvað sem við Íslendingar klikkuðum á þegar við létum peningaöfl plata upp á okkur kvótakerfið og framsal kvótans.

Í pistlum mínum hef ég nefnt fleiri dæmi, ætla ekki að endurtaka þau hér. 

Langar aðeins að vitna í fyrsta pistil Fjórðu færslu, Hvað get ég gert.

 

Siðaður maður hjálpar og siðaður maður líður það ekki að ósiðað fólk stjórni landinu.

Siðaður maður líður ekki ósiðaða hagfræði, ósiðaða framleiðslu, ósiðað viðskiptaumhverfi.

 

Vil aðeins hnykkja á að siðaður maður skilur Hagfræði lífsins.

Hagfræði lífsins er hagfræði hin siðaða manns.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband