28.8.2012 | 19:52
Þriðja færsla. Pistlar lífsins.
Víða hef ég skrifað svokallaða grunnpistla þar sem ég reyni að koma ákveðinni hugsun eða skoðun á framfæri um ákveðin grunnmál.
Sá fyrsti og sá sem mér þykir vænst um er í pistlaröðinni, Guð blessi Ísland og heitir Guð blessi Ísland, Hvað er til ráða?.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/866336/
Þar orðaði ég fyrst þá skoðun mína um siðlega nálgun á uppgjöri á Hruninu;
"Forystan felst í að sameina þjóðina um þessi grunnmarkmið. T.d átti að segja strax að eitt heimili sem eyðist vegna kreppunnar er einu heimili of mikið. Að segja að við séum það smá þjóð að hin einu raunverulegu verðmæti okkar sem þjóðar erum við sjálf. Þess vegna reynum við að vernda allt líf, hvort sem það er aldraðir, sjúkir, öryrkjar, langveik börn, einhverf börn, börn með geðræn vandamál og svo framvegis. Og ekki hvað síst hvort annað. Blóðfórnir Finna frá bankakreppu þeirra má ekki og á ekki og mun ekki endurtaka sig á Íslandi. Þess vegna sköpum við samstöðu og einhug um þá lífsýn að við séum öll eitt, með sömu örlög og framtíð. Þess vegna verndum við atvinnu okkar og velferðarkerfi. Og við verndum hvort annað."
Einhvern tímann í framhaldinu kom pistillinn "Frysting verðtryggingarinnar er ekkert val", sem ég birti aftur og aftur, síðast 12. feb á þessu ári.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1222312/
"Standi þjóðin ekki saman þá er þjóðarvá í vændum og ekkert getur hindrað yfirvofandi hrun þess samfélags sem við þekkjum og vorum svo stolt af. Vissulega voru skuggar í því samfélagi og það villtist af leið á meðan mýrarljós græðgi og sérhyggju var sá ljósgjafi sem lýsti upp efnahagslífið. En lífið er ekki fullkomið og önnur samfélög eiga líka við sinn vanda að glíma. En þjóðin stóð saman á erfiðleikatímum og það var hugsað um þá sem áttu undir högg að sækja sökum aldurs, sjúkleika eða annars sem gerði fólk erfitt fyrir í sinni lífsbaráttu. Staða foreldris skipti ekki máli þegar kom að því að mennta börnin og öll börn nutu sömu heilsugæslu.
En núna vilja græðgiöflin rjúfa þessa sátt. Þau höfða til síngirni fólks og öryggisleysis. Segja að þjóðin hafi ekki efni á að hjálpa unga fólkinu. Það sé of dýrt og það verði á kostnað ellilífeyri þess. Segja að það eigi að standa við gerða samninga. ".
Áfram hélt vegferðin, innan um skammir og stríð reyndi ég að orða hugsun þess sem maður þurfti að skilja til þess að einhver von væri fyrir börnin manns um lífvænlega framtíð.
Stóri pistillinn var kannski, Pabbi, viltu sjá afabörn þín sem ég endurbirti síðan núna í vor undir heitinu, Draumurinn eini. Draumur okkar allra.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1236161/
"Svarið er líka mjög einfalt, vegna þess að harmur okkar er brot af heimsins harmi. Og vinnumenn Tregðunnar, siðblint auðvald er að rústa framtíð barna okkar. Vörn okkar, byggð á mennsku og mannúð hins siðaða manns, byggð á viti og þekkingu hins skynsama manns mun tryggja okkur sigur. Sá sigur mun gefa öðrum manneskjum, sem líka glíma við þursa Tregðunnar, þá von og þá hvöt sem þarf til að líta í sinn eigin barm, og segja Nei við þeirri lygi, að við hinn venjulegi maður séum aðeins leiksoppar höfðingja og auðmanna, og Já við þeirri staðreynd að við erum upphaf og endir alls. Að vilji okkar til lífs og framtíðar sé það afl sem siðmenningin hefur til að viðhalda sér. Að það séu við sem munum sigra Tregðuna, og skapa börnum okkar framtíð. "
Á undan þessum pistli kom annar, heitir There is something out there,
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1236149/
þar sem ég fjalla um ógnina sem bíður okkar í nálægðri framtíða, það er ef vitleysingarnir fá frítt spil með að spila með framtíð mannsins.
Mörgum finnst svona tal vera svartsýni, að við eigum að vera bjartsýn á framtíðina. Sem ég er, en aðeins vegna þess að ég tel að við þurfum að koma vitleysingunum frá völdum, og að það sé hægt.
"Fyrir mig var hann upphaf nýrrar Sýnar, þeirrar Sýnar að ég taldi að það væri á mínu valdi að tryggja framtíð barna minna. Flóknara var það ekki. Og ætti ekki að vera flóknara hjá öðrum. En það er annarra að svara fyrir sig. Hvort sem það er í orðum eða gjörðum. Orð eru til alls fyrst, skrái þau hugsun lífsins þá mun sú hugsun lifa á meðan einhver lifir til að tileinka sér hana. Gjörðin ræður svo hvernig fer, því fyrr sem fólk tekur afstöðu með framtíð barna sinna, því fyrr hefst barátta lífsins. Því fyrr myndast Hópur lífsins, þvi fyrr fá Liljur vallarins að blómstra í Samstöðu og trú um að lífið, þrátt fyrir alla sína galla, sé þess virði að berjast fyrir.
There is something out there.
Vonin, trúin, lífið.
Við sjálf.
Annað skiptir ekki máli."
Það er vonin sem er þarna úti, vegna þess að við sjáum og skiljum, og viljum ráða sjálf okkar framtíð.
Tveir síðustu pistlarnir eru hluti af ritröð sem hófst 5. apríl 2012, með pistlinum Það er frjór jarðvegur fyrir nýja hugsun, henni lauk svo ekki fyrr en með ósömdum pistli þegar þetta er skrifað, pistlinum um Fallega fólkið.
Þar er ég að bregðast við öðru Kalli, frá Ljóðskáldi lífsins, sem bað mig að draga saman pistla mína og hugsun þannig að aðrir mættu lesa. Annars var þetta hér og þar og allsstaðar, meðal annars ósamið.
Í athugasemdarkerfið hér að neðan ætla ég að taka þessa pistla fyrir, birta tenglana og um hvað þeir fjalla. Þetta gerist hægt og hljótt, ætla samt að klára meginmálið á morgun.
Þar með er kominn einn staður sem hægt er að nálgast allt meginefnið, sem er þó aldrei fullkomið því á mörgum stöðum hefur maður reynt að gera atlögu að þessari nálgun á vörn mannsins, sem ég kenni við Hreyfingu lífsins.
Njótið sem njóta vilja, þetta er þarna og fer ekki neitt.
Kveðja að austan.
Um bloggið
Hreyfing lífsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð blessi Ísland, Hvað er til ráða?.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/866336/
Frysting verðtryggingarinnar er ekkert val
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 10:44
Það er frjór jarðvegur fyrir nýja hugsun.
er grunnpistill þar sem ég orða fyrst í pistli minni mig hagfræði lífsins og þá á þann hátt að ég tek dæmi um þá hugsun sem að baki liggur. Fjórða færsla hjá Hreyfingu lífsins er einmitt um þau hugtök siðmenningarinnar sem er forsenda lífs á jörðu.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 10:55
Páskavikan er hátíð andans.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1232818/
er næsti pistill sem kom þar á eftir. Las hann aftur áðan, hann er ágætur og mætti lesast reglulega.
Og hann er sannur, alveg satt.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 11:00
Næst komu þrír pistlar um hvernig á að gera byltingu, það er byltingu sem tekst, en ekki klúðrast. Bendi á taktík, að aðstæður ráði gjörðum, það er styrkur og geta gagnvart því vandamáli sem glímt er við. Undirliggjandi sú hugsun að List hins mögulega ræður för. Vil vekja athygli á stóru skýringu þess að valdið situr óhaggað, það er dæmið um Watt Tyler, hans raunasaga gengur aftur og aftur.
Og þetta þurfa menn að skilja áður en skuldaánauð barna okkar verður að veruleika.
Hér eru linkar á fyrstu 2 pistlana, sá þriðji fær sér athugasemd.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 11:14
Bylting byltinganna.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1233095/
er fyrsta tilraun mín til að orða Byltingu lífsins, atrenna sem kom að kvöldlagi í athugasemdarkerfi mikils byltingamanns sem veitti mér innblástur fyrir mörgum af mínum fyrstu skrifum.
Ítreka að það er reynt að tjá hugsun, af vanmætti, ekki má láta stíl eða framsetningu yfirskyggja innihald pistilsins.
En í athugasemdarkerfinu útskýri ég mína nálgun á hvernig Andófið getur raunverulega ógnað valdinu. Langt, en það sem er þess virði að segja, er sjaldnast sagt í fáum orðum, ekki þá fyrr en öll rökuppbygging er að baki og menn viðurkenna forsendurnar. Þá er niðurstaðan náttúrulega, "Við verðum að reyna".
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 11:21
Næst kom syrpa um Sphie Scholl og Hvítu Rósina, um að svara Kalli og fékk sína athygli á Færslu 2. En á eftir kom syrpan um Sannleiksnefnd sem tæki til að gera upp erfiða fortíð án þess að það skaði framtíðina.
"Réttlæti fellst ekki í því að refsa, heldur að byggja upp nýtt og betra, að hindra fórnarlömb glæps framtíðar."
Reyndar tekið úr pistlinum um Byltingu Byltinganna, en í pistlinum
Hugleiðing um sannleikann og framtíðina,
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1233475/
má lesa þessa útlistun á réttlæti.
"Ekki það að réttlæti skipti ekki máli. En það er grundvallarmunur á réttlæti og réttlátri framtíð. Og það er lítið réttlæti sem lætur sér duga að gera upp við einstaklinga, en ekki kerfið sem skóp þá. Hvað þá ef sú barátta festir verri birtingarmynd siðleysisins í sessi. Þjóðfélög Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki réttlát og í þeim eiga börn alþýðufólks sér enga framtíð. Þar eru þau aðeins ódýrt vinnuafl, ekki manneskjur."
Eitthvað sem menn mættu spá betur í.
Í þessum pistli er líka smá útskýring afhverju svik VG við hugsjónir sínar væru höfuðsvik, og dæmi tekin af frægasta svikara fornaldar sem fékk nafn sitt tengt við slíkt atferli.
"En eitt nafn lifir, og það er nafn Hippíasar, fyrrverandi harðstjóra (Tyran) Aþenu, sem bauð Daríusi þjónustu sína til að endurheimta sín fyrri völd í Aþenu. Þá hjó sá sem hlífa skyldi, Hippías notaði hæfni sína og þekkingu til aðstoða óvininn í stað þess að verja sitt fólk.
Og hefur verið fyrirlitinn æ síðan."
sem er glæpur Steingríms og félaga.
"Kannski eru þær ógnir sem Steingrímur sá í spákúlu sinna ráðgjafa það mikil að honum féllust hendur, en það gaf honum ekki vald til að svíkja stefnu sína og hugsjónir. Skorti honum kjark eða þrek til að berjast við Helstefnu Nýfrjálshyggjunnar, þá átti hann að víkja og hleypa viljugum baráttumanni að, en EKKERT gaf honum rétt til að ganga til liðs við óvininni og afvopna þar um leiða alla Andstöðu gegn honum.
Í því eru hin grundvallarsvik fólgin."
Maður gefst ekki upp fyrir Nýfrjálshyggjunni, aldrei.
"Nýfrjálshyggjan er siðlaus ræningja stefna. Eðli hennar er að fá sem mest út úr fórnarlömbum sínum með sem minnstum tilkostnaði. Og hún drepur fólk. Og það mun hún gera á Íslandi. Allstaðar þar sem ein birtingarmynd hennar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur náð ítökum, þar hefur fólk fallið, sem annars hefði lifað. "
Af hverju???
"Enginn leiðtogi mun ná að sameina þjóðina um réttlæti skuldaþrælsins. Og ef hann trúir því að græðgi Nýfrjálshyggjunnar sé eitthvað náttúrulögmál, sem ekki er hægt að breyta, og því snúist starf hans um gera gott úr þjóðfélagi sem notar lungann af sínum tekjum til að borga vexti og afborganir til erlends auðvalds, þá hefur hann lesið stöðuna hrikalega vitlaust. Og skiptir þá engu hversu góður og gegn hann er að öðru leyti og hve vel hann vill. Og þá skiptir heldur engu máli hver gerði hvað, hverjum og hvurs, og allt það."
En sumir vilja bara ræða um stjórnarskrá eða skeggið á sjálfum sér.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 11:41
Rökin fyrir sannleiksnefnd.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1233477/
fjallar um List hins mögulega, og sannleiksnefnd er eitt alöflugasta tæki sem mannsvitið hefur smíðað þar um.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 11:45
Sannleikurinn mótar framtíðina.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1233650/
er ein af þessum lykilgreinum sem náði að verða stutt, enda búið að draga fram rökin í undanfarandi greinum. Hún er merkileg fyrir það að þar minnist ég fyrst á Galdur lífsins, sem er alveg stórmerkilegt fyrirbæri.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 11:49
Þessi pistill er um hvernig maður stofnar her og gerir byltingu.
Lilja, ekki bara tala, gefðu í, gefðu í.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 12:35
Hvenær ætla menn að skora heimskuna á hólm??
Ekki fémenn og gróðabrall þeirra.
Fémenn mega missa sig, almenningur ekki.
Almenningur, heimilin eru ekki að biðja um ölmusu, þau krefjast leiðréttingar á mannanna verkum, að skuldir þeirra hækki ekki sjálfkrafa við hverja óstjórn, við hvert gróðabrall sem springur í hagkerfinu."
Og í athugasemdarkerfinu hegg ég enn einu sinni í þá sem halda að tuð um aukaatriði nái að sameina andófið.
Ég sá græðling í Samstöðu en það er okkar að hlúa að honum á réttum forsendum.
Og með Samstöðu er ég að tala um Samstöðu Andófsins gegn Heimskunni sem ógnar samfélagi okkar. Núverandi Samstaða er aðeins mjór vísir af því sem þarf, og mun koma ef við gefum lífinu tækifæri.
Þetta er allt í okkar höndum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 13:20
Lokaorrustan um Ísland er hafin.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1246170/
er hvatningargrein sem beinir sjónum að sú umræða Andófsins sem er útí kú, eigi sér rætur sem er hagsmunir þeirra sem ætla sér að skuldaþrælka þjóðina.
Fer með því í athugasemdarkerfinu átti ég þessa klausu um Óbermin, má halda henni til haga.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 13:27
Veruleikafirrt þjóð.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1245857/
er þjóð sem horfir ekki í kringum sig og sér hvað er að gerast.
Sér að það er ógnarafl sem stjórnar umræðu vitleysisgangsins, núna síðast deilan um virðisaukaskatt á gistþjónustu. Sýndardeilur sem draga athyglina frá því sem í raun er verið að gera þjóðinni.
Svo er ástandið í Evrópu grafalvarlegt, og þjóðin þarf að vera tilbúin ef alvarleg röskun verður á alþjóðaviðskiptum.
Ekki grafa undan undirstöðunum heldur styrkja þær.
En hugtakið samfélagsleg ábyrgð fékk hér merkingu.
Samfélagsleg ábyrgð er lykillinn að sátt fyrirtækjakapítalismans við samfélagið.
Meir um það þegar þar að kemur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 13:34
Hér að ofan er samtekt af mikilvægum pistlum sem samdir voru áður en ég ákvað að fara suður og ræða um Byltingu lífsins, um Aðferðafræði lífsins, um Hagfræði lífsins og um hjálpartækið mikla, Galdur lífsins.
Eftir það ákvað ég að semja triologíu um alvöruna, Kallið og Samstöðuna, triología sem verður reyndar 4 greinar því greinin um fallega fólkið verður samin fljótlega.
Þessar greinar má lesa á bloggi mínu, þetta eru lokagreinar þess í bili.
Fjórða færsla er svo um þessi hugtök, vonandi kemur hún líka á morgun.
Fimmta færslan kemur svo þegar hún kemur, fer dálítið eftir þróun mála í ytra umhverfi.
Kemur þegar hún kemur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 13:39
Fullfljótur á mér, hér er pistill sem verður að fylgja með. Skammar Nýfrjálshyggjuna.
Líklegast verða athugasemdirnar fleiri, það eru greinar úti um allt sem mega alveg lesast í þessu samhengi sem er dregið upp hér á þessum þræði.
En Nýfrjálshyggjan var það heillin.
Þjóðfélag sérhyggjunnar, græðginnar
Ómar Geirsson, 29.8.2012 kl. 13:44
Flottar greinar hjá þér Ómar. Er ekki búinn að lesa allar en það sem ég er búinn að lesa er mikið til á sömu nótum og ég er að vinna að.
Við þurfum að gera byltingu lífsins.
Það sem ég bjó til var: "Nýi Sáttmáli" um manngildin og "Mennskaræði!" um hvernig má samtengja lýðræði og byggja upp nýtt þjóðfélag.
Þakka enn og aftur fyrir góða pistla!
Guðni Karl Harðarson, 29.8.2012 kl. 23:52
Takk kærlega.
Bæði þessi skjöl fengu vistun í nýstofnaðri moppu hjá mér sem heitir Fallegt.
Þar sem ég linka ekki á aðra án þeirra leyfis og ég hef ekki heldur opnað aðgang á þessa síðu, þá vildi ég spyrja hvort þú vildir senda mér athugasemd með beinum linkum á þessa frábæru vinnu sem þú hefur gert fyrir lífið.
Ég myndi þá keyra athugasemd þína sem sér pistil undir þessari þriðju færslu, það er pistlar lífsins.
Eins er hægt að skjóta á mig pósti sem ég myndi birta, netfangið er
omargeirs@simnet.is.
Það eru ekki margir sem lesa svona skrif núna, en það er eins og maðurinn sagði, "allt á sér sína byrjun, líka hið mikla".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 14:06
Takk kærlega Guðni vildi ég sagt hafa.
Kveðja,
Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 14:07
Þú ert hið eina sanna skáld lífsins Ómar.
Að fordæmi hvítu rósarinnar skrifar þú nú á sama sanna hátt, en bætir og útfærir það í nafni hvítu liljunnar.
Takk enn og aftur Ómar Geirsson, hið eina sanna skáld lífsins,
meðan ríkislaunaða menningarelítan hrýtur, sofandi að feigðarósi, sem fyrr.
Pétur Örn Björnnson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 16:32
Ég er nú bara faðir sem á líf sem þarf að vernda Pétur.
Og trúr þeirri visku að orð leiði af sér orð.
Með þeirri von að einn daginn skrifi maður sem hlustað er á, svipuð orð.
En það er aðeins einn maður Skáld lífsins, og það er ekki ég, og það er ekki honum að kenna að hann fatti það ekki ennþá.
Sumt er það sem það er, og er það þó menn haldi annað.
Skáldið mun skrifa Stjórnarskrá lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 17:20
Kæra þakkir fyrir lofið á skjölin mín. Ég sendi þér linkana til að setja upp, nú í kvöld eftir að ég kem heim úr vinnunni
Guðni Karl Harðarson, 30.8.2012 kl. 18:48
Takk Guðni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2012 kl. 21:09
Hér er fyrst linkur á skjalið: "Mennskaræði"
http://www.mediafire.com/view/?juq2zhgwct82shq
Hér er svo "Nýi Sáttmáli" sem er eiginlega svona byggt á spurninga quotes:
Ath. þetta skjal er eingöngu ætlað til umhugsunar fyrir þá sem vilja.
http://www.mediafire.com/view/?a79twh65n3g902o
Ég sendi þér svo emai varðandi hitt.
Bestu kveðjur,
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 30.8.2012 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.