Og þar með var hafist handa.

 

Fyrir ekki svo löngu var haldinn stjórnarfundur í Byltingu lífsins sem tók af skarið.

Mættir voru ég og ég, og annar og hinn.

Annar er gamall félagi úr skærum Byltingarinnar og er betri en enginn í að leysa smá vandamál sem aðrir sjá ekki lausn á.

Hinn er vísir af dýpri hugmyndaþróun Byltingar lífsins því til lítils er barist í grennd ef atburðir í fjarlægð grafa undan tilveru lífsins. 

Bylting lífsins þarf bæði að takast á við grenndina og fjarlægðina, heyja orrustur í nútíð en búa sig undir stríð í framtíð þar til fullur sigur er unninn á því ógnarafli sem ógnar tilveru alls lífs á jörðu.

Illskunni sem telur að hún megi allt ef hún græðir á því.

 

Vopn Byltingarinnar eins og Hagfræði lífsins og Aðferðafræði lífsins, að ekki sé minnst á Galdur lífsins, helsta vopnabróðir Byltingarinnar, allt var rætt og hugsað, nálgun og framsetning, tilgangur og markmið.

Og raunveruleikinn líka, það sem þarf að gera í dag, á morgun og hinn.  

Og hvað hreyfing sem er ekki fjölmenn þó hún sé ekki einmenn, geti gert.

 

Svarið var svo augljóst að það var ekki hægt að tala um það sem niðurstöðu.

Að hefjast handa.

 

Nokkrar ákvarðanir voru teknar.

 

Sú fyrsta að kljúfa þennan vettvang í tvennt, að stofna sér síðu um Pistla lífsins þar sem hugmyndafræðinni og forsendum hennar er haldið til haga án þess að drukkna í pistlum hina praktísku hluti.  

Þessi síða heldur síðan utan um hina praktísku hluti.  

 

Stofnaður var Fjölmiðill lífsins á Feisbók, lítið akörn að Satt, vopninu sem mun að lokum leggja óvininn eina að velli.

Stofnað var Póstfang lífsins, postfanglifsins@simnet.is sem sér um skráningu meðlima í Hreyfingu lífsins.

Og verkefnalisti næstu daga var saminn.

 

Um það fjallar næsta færsla.

 

Frá Hreyfingu lífsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband