Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsta færsla. Bylting Byltinganna, Bylting lífsins.

Þó það hafi farið hljótt þá hófst Bylting Byltinganna, Bylting Lífsins formlega einn fallegan vordag, á föstudegi klukkan 17.00, með fyrsta fundi í byltingarráðinu við eldhúsborðið heima hjá mér.  Mættir voru ég, og ég, síðan ég og aftur ég. 

Það vildu fleiri mæta, alveg satt en á bak við allar byltingar er egó og því var aðeins ég mættur.  Fámenni í upphafi eykur líka líkur á einarðri ákvarðanatöku og minnkar líkur á klofningi í fyrstu skrefum byltingarinnar.  Víti sem þarf að varast, en  íslenska Andófið sækir mjög í, öðrum til lærdóms. 

Á fundinum var ekki skrifuð fundagerð en ég man að 2 mál voru á dagskrá.  

Það fyrra var, á að stofna bloggsíðu um Hreyfingu lífsins, fyrst að hugmyndafræðin var í höfn???  

Það seinna, Kall barst sem krafðist svars.

 

Fyrra málið var afgreitt einróma eftir enga umræðu, Nei, ekki tímabært, það var jú vor og nóg annað að gera.

Erfiðara var að segja Nei við Kallinu, því svar við Kalli er jú lykilforsenda framtíðar barna okkar.  Að segja Nei var bein ávísun á þögn, því sá sem gagnrýnir, sem ég hef gert svikalaust á átakabloggi mínu, en segir Nei við Kalli, hann er ekki lengur marktækur, margfalt verri en nokkur sá sem gagnrýndur er harkalegast vegna þjónkunar við völd og auðræði sem eirir ekki samfélagum fólks í valdagræðgi sinni og hroka.

Nei kom því ekki til greina, hvað sem jákvætt svar við Kalli hefði þýtt, þá gat það ekki verið verra en þögnin, sú þögn sem skapast þegar maður hefur ekki sjálfur sannfæringu fyrir orðum sínum.  

Nei, hefði þýtt að fyrsti fundur Byltingar lífsins hefði um leið verið sá síðasti.  Nei var því ekki valkostur.

 

Sem var svo augljóst að það þurfti ekki að ræða.  Eina umræðan var ein stutt setning, sögð í hálfum hljóðum, "guð hjálpi mér, í hvaða vitleysu hef ég komið mér".

Fundinum var slitið og Bylting Byltinganna, Bylting lífsins hófst.

Flóknara var það nú ekki.

 

Kveðja að austan.  (já, ég kann ekki annan frasa, næsti kemur þegar hann kemur).

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband