Ómar Geirsson
Hreyfing lífsins er hliðarsjálf sem spratt upp af átakabloggi mínu kennt við Kveðju að austan. Það er auðvelt að gagnrýna ríkjandi ástand en það er erfiðara að benda á lausnir. Þess vegna er fæðing þessa bloggs búið að taka langan tíma, heildarmyndin á bak við þá hugmyndafræði sem ég kenni við Lífið var ekki fullsköpuð fyrr en í vor. Síðan er þetta alltaf spurning um áhugann og tíma til að standa í svona sérvisku. En ljóðskáld Lífsins fól mér það verkefni að taka saman á einn stað grunnpistla mína um þessa hugmyndafræði og ekki væri verra að fylla uppí myndina með hugleiðingum sem fallið hafa í samtölum milli fólks. Hvað úr verður veit ég ekki, en ég veit að í Upphafi var orðið og af orðum fæðast hugmyndir.
Njótið sem njóta vilja, það er viss alvara á bak við þessi skrif en fyrst og fremst er þetta ánægjan að hugleiða það sem hugleiða þarf.
Við eigum jú öll líf sem þarf að vernda.
Um bloggið
Hreyfing lífsins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar