ICEsave dómurinn gaf andstöðunni von.

 

Von sem verður að nýta ef hún ætlar að standa undir nafni.

 

Það er sótt að þjóðinni á öllum vígstöðvum í dag.  

Heimilin hafa verið rænd, atvinnulífið er fjárvana vegna ofurskuldsetningar, vogunarsjóðir voma yfir.  

Að ekki sé minnst á innlimun landsins í ESB.

 

Verkfærið sem níðist á þjóðinni, ríkisstjórnin með bakstuðning Alþingis, varð á, það braut lög í ICEsave.  ICEsave dómurinn er eins og glufa á þykkum virkismúr, glufa sem hægt er að sækja í gegnum.  Að beina kröftum að öðru í dag, er ekki einu sinni heimskt, það er eins og vitið sem býr að baki Bjartri Framtíð, það er tómið.  Það sem ekki er.  Það gerir jafnvel kalkúnann sem nærist ekki þó fæðan sé alltum kring, að gáfaðir lífveru.  

Því ákæra um landráð á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Joð Sigfússyni  hrekur ríkisstjórnina í vörn, og ekki hvað síst, þá mun ákæra á hendur þeim lama áróðursvélina sem mótar almenningsálitið í dag. 

Því eitt leiðir að öðru.

 

En þetta hefur verið orðað áður, og gott að vitna í þau orð.  Það er hægt að skrifa heila ritgerð um þetta, en heildarmyndin ætti að vera skýr.

"Það versta er að þetta er aðeins byrjun á löngu stríði. Þjóðin hefur verið seld öðru sinni, og verður seld þriðja sinni, ef fólk einblínir alltaf á þann anga sem ógnarvaldið beitir fyrir sig í það og það skipti. Sala á framtíð barna okkar verður ekki stöðvuð fyrr en fólk ræðst að kjarna þess valds sem að baki liggur, ógnarvaldinu eða óvininum eina eins og ég kalla hann. ".

 

Og það þarf að stöðva það sem er að gerast.  

"Það er engin parnoia að vitna í lög um landráð, þegar ákveðið athæfi varðar við þau. Þessi lög voru ekki sett vegna móðusýki heldur eru þau frumforsenda sjálfstæði þjóða í heimi þar sem ráðist er sí og æ á hinn veikari.

Bretar vita nákvæmlega til hvers svona lög eru sett og þeir framfylgja þeim af fyllstu hörku gagnvart sínum eigin þegnum. Og þeir vita nákvæmlega hvað undirróður er sterkt vopn til að ná fram markmiðum sínum í deilun og drottnun. Hjá þeim er þetta listgrein þar sem ákveðnar stjórnarstofnanir einbeita sér eingöngu að slíkri starfsemi. Sama gildir hjá öðrum ríkjum sem reka árásargjarna utanríkisstefnu.

Smáþjóðir eru algjörlega varnarlausar gagnvart þessu ef þær bregðast ekki við af fyllstu hörku. Sigur okkar í ICEsave er lítils virði ef við heykjumst á að láta stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar sæta ábyrgð. Þá halda þeir bara áfram.

Og hvað eru þeir að gera í dag??

Jú, þeir grafa undan stoðum sjálfs lýðveldisins með árásum sínum á stjórnarskrána. Og standa fyrir stanslausum undirróðri í þjóðfélaginu þar sem sótt er að öllu, kirkjunni, biskupinn var hrakinn úr embætti, árásir á dómskerfið, stöðug sprengju og upplausnar mál í ríkisfjölmiðlum sem ýta undir æsing og skrílræði.

Þetta er engin tilviljun, þetta er klassískt skólabókardæmi um hvernig á að brjóta sjálfstæði þjóðar á bak aftur. Og þú sem andstæðingur fjárkúgunar breta og andstæðingur innlimunar landsins í ESB ættir að skilja að það þarf að verjast þessu fólki. Ekki bara slá á puttana og leyfa því svo að halda áfram. Það þarf að mæta því með því eina vopni sem við almúginn höfum, með lögum landsins. Krefjast þess að það gildi lög í landinu, og sjá til þess að svo sé."

 

Það sem er að gerast á Íslandi í dag á sér beina sögulega samsvörun í skjalfest dæmi um undirróður CIA í Chile til að grafa undan stjórn fyrsta vinstri mannsins sem var kosinn í lýðræðislegum kosningu.  Þá hugnaðist erlendu valdi ekki sú niðurstaða og á undraskömmum tíma þá lamaðist þjóðlífið vegna verkfalla, stöðugra deilna og ádeilna á hinu nýju stjórn sem vart hafði náðst ráðrúm til að gera neitt af sér, hvorki til góðs eða ills.  

Og svo greip herinn inní og myrti lýðræðið.  En það var endapunktur ferlis sem byrjaði með skipulögðum undirróðri erlends valds.

 

Og aðeins lengra aftur í tímann má sjá nákvæmlega sömu vinnubrögð þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Austurríki og Tékkóslóvakíu án þess að hleypa af einu einasta skoti.

Þeim dugði hugmyndafræðilegir bandamenn, skipulagður undirróður, og afskiptaleysi fjöldans sem hélt að lífið væri næsta útsala.

Að sjá ekki það sem er að gerast er eins og að sjá ekki tilgang raðnauðgara sem býður konu á förnum vegi upp í bíl sinn.

 

Þess vegna þarf að mæta þessu og valdið gaf á sér höggstað með lögleysu sinni í ICEsave.  

En áður en fjallað er um lögin sem brotin voru, og hvað í ICEsave samningi ríkisstjórnarinnar braut þau lög, þá verður fyrst fjallað um hina raunverulegu alvöru málsins.

Að ICEsave var aðför að siðmenningunni.

 

Það var reynt sem má ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband