Verkefnalisti næstu daga.

 

Í það fyrsta er að láta þessu síðu halda um Hreyfingu lífsins.  Hér verður hent inn örpistlum, orðpistlum, stríðspistlum, öllum pistlum sem líðandi stund krefst.  Það mun skýrast og fókusast í næstu viku, og ræðst dálítið af því að í mörg horn þarf að líta og mörgu að sinna.

Annað er að leggja af stað með ferli þar sem þeir sem ábyrgðina bera á ICEsave fjárkúguninni eru látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.

Ásamt þeim sem lugu og blekktu allan tímann.

 

Annað er að móta næstu skref fyrir Hreyfingu lífsins.

Hún býr við þá miklu dýnamík að eiga auðvelt með að marfaldast eins og aðrar hreyfingar sem eru góðmennar en ekki fjölmennar.  Þó er þegar margir að handan sem mæta á fundi og hvetja hreyfingarlimi til dáða.  Þeir sem hafa alið líf og séð það vaxa og dafna í gegnum tíma og rúm, þeir vita að þetta líf þarf að vernda, að sakleysið eigi alltaf að fá rúm til að þroskast og geta í fyllingu tímans af sér nýtt líf.  Þeir skilja þörfina á uppgjöri mannsins við villimennskuna.

Næstu skref mótast dulítið af þeim fjölda sem stígur fram og býður krafta sína.

Í Hreyfingu lífsins er aðeins fólk sem hefur svarað spurningunni einu, Hver er ég.  Og er tilbúið að gera það sem það getur gert til góðs, til stuðnings og til beinna verka eftir því sem þörf kallar og geta leyfir.

Hvað get ég gert?, hvað þarf að gera??

 

Til að gerast meðlimur þarf að senda nafn og kennitölu ásamt lágmarks upplýsingum um hvað fólk treystir sér í.  Bílstjóri flýgur ekki flugvél, flugmaður semur ekki ræður, sagnfræðingur útbýr ekki ákæru um landráð á hendur landráðafólki.

Að gerast meðlimur í Hreyfingu lífsins er afstaða um að ætla að gera eitthvað.

Engin stríð hafa unnist með her sem er bara með.

Og herinn þarf að ganga í takt.

 

Og eini takturinn sem ólíkt fólk með ólíkar lífsskoðanir og markmið í lífinu, getur sameinast um, er að verja það sem það hefur.

Menn verja samfélag sitt fyrir þeirri ógn sem sækir að.  

Samfélagið er ekki fullkomið, af og frá, en það er, og það eina sem við þekkjum

 

Mesta brenglun óvinarins sem getur gripið fólk í vörninni gegn honum er þegar það fer að rífast innbyrðis um meintar breytingar á þessu samfélagi, breytingar sem það getur aldrei orðið innbyrðis sammála um. 

Og í stað þess að beina vopnum varnarinnar í eina átt, að óvininum, þá beina menn þeim innbyrðis, á samherja í baráttunni.

Eða það sem verra er, menn ná ekki til fjöldans, því fjöldinn spyr, af hverju eruð þið að fara að breyta þegar það þarf að verja.

Þess vegna er Andófið í dag með innan við 5% fylgi og ógnar valdinu sem ætlar að skuldaþrælka börnin okkar, minna en Emil maur sem ætlaði að kirkja fílinn.

 

Þeir sem sjá þetta ekki eiga ekkert erindi í Hreyfingu lífsins, þeir eru ekki að verja framtíð barna sinna.  Þeir eru að þjóna egói sínu og persónulegum metnaði, og þjóna með því óvininum en ekki vörn lífsins gegn honum.

Í fyllingu tímans mun fólk sjá þetta, og Hreyfing lífsins mun springa út sem Samstaða um lífið.  Og leggja að velli óvinin eina.

Í dag er Andófið fullt af fólki sem vill vel, en hefur ekki náð takti því það skynjar ekki lífsháskann sem blasir við.  Það heldur að sundrað í mörgum smáhópum muni það hola múra valdsins eins og dropinn eini sem svarf Jökulsárgljúfur.  En það svarf enginn dropi Jökulsárgljúfur, þetta var ein flóðbylgja sem vall niður hálendið og ruddi sér farveg til sjávar.

Aðeins þannig mun óvinur sem virðist ósigrandi, verða sigraður.

 

Þessi umræða verður þróuð betur eftir helgi þegar fjöldi streymir að.  

Fjöldi þessa fólks sem hefur svarað spurningunni Hver ég er.

 

En lífið heldur áfram og í dag er þvottadagur og núna þarf að fara þvo börnum um eyra. 

Síðan um Pistla lífsins kemur einhvern tímann í dag eða á morgun.  Litla hliðarsjálfið sem sendir Kveðju að austan, þarf líka að senda nokkur skot til þeirra sem sviku land og hugsjónir fyrir að fá að vera skítmokstrar valdsins. 

Hér fyrir neðan, í athugasemdarkerfinu verður Póstfangið og linkur á Fjölmiðil lífsins, sem er aðeins til, en þarf að dafna.

Það hefur þegar einn haft samband, og sá næsti mun auka þá tölu um 100%.  Svo aukningin verður alltaf margföld frá því sem núna er.

Á meðan heldur lífið sínum gang.

 

Undir merkjum Hreyfingar lífsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreyfing lífsins.

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Í upphafi var orðið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband